Reykjavík útnefnd Bókmenntaborg UNESCO

2011

Reykjavík hlaut titilinn Bókmenntaborg UNESCO 2. ágúst 2011 og bættist þar með í hóp Skapandi borga UNESCO. Titillinn er varanlegur. Reykjavík er fimmta borgin til að hljóta þennan titil og sú fyrsta utan hins enska málsvæðis. Aðrar Bókmenntaborgir UNESCO eru Edinborg í Skotlandi, Iowa City í Bandaríkjunum, Melbourne í Ástralíu og Dublin á Írlandi.