Ólafur Jóhann Sigurðsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
1976
Ólafur Jóhann Sigurðsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, fyrstur Íslendinga, fyrir bækurnar Að laufferjum og Að brunnum.
Síðan hafa nokkrir aðrir íslenskir höfundar hlotið verðlaunin, en þeir eru Snorri Hjartarson (1981), Thor Vilhjálmsson (1988), Fríða Á. Sigurðardóttir (1992), Einar Már Guðmundsson (1995), Sjón (2005) og Gyrðir Elíasson (2011).