Lestrarhátíð

Merki Lestrarhátíðar

2012

Lestrarhátíð í Reykjavík var haldin í fyrsta sinn í október 2012 undir heitinu Orðið er frjálst, sem einnig eru einkennisorð Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur.

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO heldur utan um hátíðina en fjölmargir aðrir koma einnig að henni, til að mynda skólar á öllum stigum, útgefendur, rithöfundar, bókasöfn og margir fleiri. Þessi fyrsta Lestrarhátíð í Reykjavík var helguð skáldsögunni Vögguvísa eftir Elías Mar frá 1950, en hún er ein fyrsta Reykjavíkursagan sem lýsir lífi ungs fólks í hinni nýju borg.

Fyrsti bókmenntaskjöldurinn sem Bókmenntaborgin setti upp til að minnast bókmenntasögu Reykjavíkur var afhjúpaður af þessu tilefni, en hann er í Aðalstræti 6-8 þar sem barinn Adlon stóð á sögutíma Vögguvísu, en hann kemur við sögu í bókinni.

Lestrarhátíð í Bókmenntaborg er árlegur viðburður í októbermánuði.