Heimsþing PEN í Reykjavík

Heimsþing PEN

2013

Heimsþing PEN, alþjóðasamtaka rithöfunda, var haldið í Reykjavík í september 2013. 

Um 200 höfundar víðs vegar að úr heiminum komu þá saman í Hörpu og þinguðu um málefni sem brenna á höfundum hvarvetna, en þema ráðstefnunnar var Stafræn landamæri - rétturinn til tungumáls og tjáningarfrelsis. Þingið var haldið samhliða Bókmenntahátíð í Reykjavík og var skipulagning þess í samstarfi við hátíðina og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO.

Þetta var 79. heimsþing PEN samtakanna sem voru stofnuð árið 1921. Rithöfundurinn Sjón var á þessum tíma forseti íslenska PEN félagsins.