Handritasafn Árna Magnússonar á varðveisluskrá UNESCO

Mynd af handritum

2009

Handritasafn Árna Magnússonar sett á lista UNESCO yfir andleg minni veraldar (Memory of the World Register). Tilgangur varðveislulistans er að vekja athygli á mikilvægi þess að varðveita andlegan menningararf heimsins með því að útnefna einstök söfn sem hafa sérstakt varðveislugildi. Handritasafnið er varðveitt í Stofnun Árna Magnússona í íslenskum fræðum í Reykjavík og í Árnasafni í Kaupmannahöfn. Í rökstuðningi UNESCO segir „að handritasafn Árna Magnússon geymi ómetanleg handrit um sögu og menningu Norðurlanda og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar“, og eru Íslendingasögurnar nefndar sem sérstakt dæmi um þau verk á heimsvísu sem handritin geyma.

Sjá nánar á vef Stofnunnar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.