Fyrsti málfræðingurinn

1150

Fyrsti málfræðingurinn skrifar málfræðiritgerð sína um eða fyrir 1150 til að setja Íslendingum stafróf. Samkvæmt honum skráðu þeir þá á eigin tungu þýðingar helgar (guðsorð), lög, ættvísi og fræði, líkt og Ari fróði hafði „saman sett af spaklegu viti“.