Flateyjarbók

1390

Flateyjarbók, safn sagna af Noregskonungum skrifuð að beiðni Jóns Hákonarsonar bónda í Víðidalstungu í Vatnsdal. Bókin er skrifuð á árunum 1387-1394 af tveimur prestum, þeim Jóni Þórðarsyni og Magnúsi Þórhallssyni. Sá síðarnefndi myndlýsti einnig bókina. Efni bókarinnar er sótt víða að en Flateyjarbók er stærst allra íslenskra skinnbóka. Auk konungasagnanna er ýmist annað skilt efni í bókinni, meðal annars elsta ríma sem til er á bók, ríman af Ólafi konungi Haraldssyni og Grænlendingasaga, sem segir frá fundi Vínlands. Sú saga er ekki varðveitt annars staðar.

Bókin var lengi varðveitt í Danmörku en var eitt þeirra handrita sem voru afhent Íslendingum vorið 1971 þegar fyrstu handritin komu aftur til Íslands.

Þess má til gamans geta að Flateyjarbók kemur nokkuð við sögu í glæpasögu Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargáta, frá 2002.