Bókmenntahátíðin í Reykjavík

1985

Bókmenntahátíðin í Reykjavík haldin í fyrsta sinn. Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Einar Bragi skáld og Knut Ödegård þáverandi forstöðumaður Norræna hússins stofnuðu til hátíðarinnar og varð hún fljótt einn af helstu viðburðum íslenska bókmenntasamfélagsins.

Hátíðin hefur verið haldin að jafnaði annað hvert ár frá stofnun hennar og fara helstu viðburðir ávallt fram í Norræna húsinu og Iðnó. Á Bókmenntahátíð í Reykjavík koma innlendir og erlendir rithöfundar saman, kynna verk sín og ræða um líf sitt og störf. Nálægð við lesendur er aðalsmerki hátíðarinnar, en atburðir hennar eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis.

Meðal erlendra gesta sem sótt hafa hátíðina eru Herta Müller, Isabel Allende, Haruki Murakami, Kurt Vonnegut, Paul Auster, Annie Proulx, Taslima Nasrin, A.S. Byatt, Alain Robbe -Grillet og Günter Grass. 

Bókmenntahátíð í Reykjavík