
Upphaf byggðar á Íslandi
Samkvæmt Landnámabók tekur Ingólfur Arnarson sér fasta bólfestu í Reykjavík ásamt föruneyti sínu um 870 og er skipulegt landnám Íslands jafnan kennt við hann þótt víst sé að aðrir hafi haft hér búsetu fyrr.
Samkvæmt Landnámabók tekur Ingólfur Arnarson sér fasta bólfestu í Reykjavík ásamt föruneyti sínu um 870 og er skipulegt landnám Íslands jafnan kennt við hann þótt víst sé að aðrir hafi haft hér búsetu fyrr.
Upphaf bókagerðar á Íslandi má rekja aftur til ársins 1000. Engin handrit hafa þó varðveist frá þessum tíma. Elstu varðveittu handritin eru frá 12. öld. Hægt er að skoða handrit í Safnahúsinu við Hverfisgötu og á Þjóðminjasafni Íslands.
Landnáma er talin rituð á fyrri hluta elleftu aldar. Hún er helsta heimild um landnám Íslands auk Íslendingabókar og er ártalið 874 sótt þangað þótt sagnfræðigildi bókarinnar sé umdeilt. Frumgerð Landnámu er glötuð en hún er til í nokkrum endurgerðum, frá 13., 14. og 17.
Ingunn Arnórsdóttir var íslensk menntakona og kennari á 12. öld. Hún var á Hólum hjá Jóni biskupi Ögmundssyni og er fyrsta íslenska konan sem sögur fara af sem var menntuð í latínu og öðrum fræðum til jafns við pilta og kenndi þeim líka.
Presturinn Ari fróði Þorgilsson setur saman Íslendingabók á norrænu. Íslendingabók er sagnfræðirit en þar er skráð í stuttu máli saga Íslands frá landnámi til um 1120.
Þingeyrarklaustur er elsta klaustur á Íslandi og gegndi það mikilvægu hlutverki í bókmenningu Íslendinga. Þar ritaði Oddur Ólafsson meðal annars Ólafs sögu Tryggvasonar um 1190 á latínu.
Konungasögur eru ævisögur norrænna konunga, skrifaðar á 12. og 13. öld, flestar á Íslandi, en nokkrar í Noregi. Flestar fjalla þær um Noregskonunga, nokkrar um Danakonunga. Meðal konungasagnahandrita er Morkinskinna, sem talin er rituð um 1275.
Snorri Sturluson ritaði Eddu um 1220 en Snorra-Edda er ein helsta heimild okkar um heiðinn átrúnað og norræna goðafræði, auk Eddukvæðanna. Um Snorra-Eddu segir á vef Árnastofnunnar: Edda Snorra skiptist í fjóra hluta.
Viðeyjarklaustur var mikilvægt menntasetur og þar var góður bókakostur. Fyrst var þar Ágústínusarregla en síðan Benediktsmunkar. Klaustrið lagðist af 1539 þegar menn Danakonungs rændu það í aðdraganda siðaskipta.
Sturlunga heitir svo eftir ætt afkomenda Sturlu Þórðarsonar í Hvammi í Dölum, sem nefndir voru Sturlungar. Sturla Þórðarson (1214 – 1284) er talinn hafa lagt mest til ritunar Sturlungu en einnig hafa aðrir sagnaritarar komið að verkinu.
Konungsbók Eddukvæða talin rituð. Handritið er ritað af óþekktum skrifara en Konungsbók er elsta safn eddukvæða sem varðveist hefur. Eddukvæði segja frá heiðnum goðum og hetjum, en hefð er fyrir að skipta þeim í goða- og hetjukvæði.
Mörg vegleg og ríkulega skreytt handrit eru varðveitt frá fjórtándu öld.
Möðruvallarbók er talin rituð um miðbik fjórtándu aldar en hún er stærsta og mikilvægasta handrit Íslendingasagna. Þetta skinnhandrit samanstendur af 189 blöðum og auk þess hefur verið bætt við 11 blöðum frá 17. öld til uppfyllingar.
Skarðsbók Jónsbókar skráð, en hún er listilega skreytt skinnhandrit. Jónsbók var lögbók Íslendinga sem tók við af Járnsíðu árið 1281 í kjölfar þess að Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og var bókin mest lesna bók á Íslandi um aldir.
Flateyjarbók, safn sagna af Noregskonungum skrifuð að beiðni Jóns Hákonarsonar bónda í Víðidalstungu í Vatnsdal. Bókin er skrifuð á árunum 1387-1394 af tveimur prestum, þeim Jóni Þórðarsyni og Magnúsi Þórhallssyni. Sá síðarnefndi myndlýsti einnig bókina.
Stór rímnahandrit eru varðveitt frá þessum tíma. Efni eldri sagna var fært í rímur, en einnig eru þýðingar varveittar, helst kirkjulegt efni úr ensku, þýsku og dönsku.
Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi, flytur fyrstu prentsmiðjuna til landsins. Prentsmiðjan var staðsett á Breiðabólstað í Vesturhópi en var síðan flutt að Hólum í biskupstíð Guðbrands Þorlákssonar.
Séra Hallgrímur Pétursson (1614 – 1674) skrifar Passíusálma sína. Hallgrímur er vafalaust þekktasta trúarskáld Íslendinga en við hann er kirkjan sem gnæfir yfir Reykjavík kennd.
Árni Magnússon (1663 – 1730) tekur að safna handritum og heldur því áfram næstu fjóra áratugina. Árni fór til náms í Kaupmannahöfn um tvítugt og starfaði þar æ síðan þótt hann dveldi einnig langdvölum á Íslandi.
Borgarbókasafn Reykjavíkur, upphaflega nefnt Alþýðubókasafn og síðar Bæjarbókasafn, hóf starfsemi sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1923. Safnið var stofnað að tilhlutan bæjarstjórnar Reykjavíkur 18. nóvember 1920.
Halldór Laxness hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrir „litríkan skáldskap sem endurnýjað hefur íslenska frásagnarlist“, eins og segir í tilkynningu sænsku akademíunnar. Halldór er eini Íslendingurinn sem hlotið hefur verðlaunin til þessa.
Fyrstu handritin sem Danir afhentu Íslendingum í kjölfar samnings landanna um skiptingu handritasafns Árna Magnússonar komu heim með danska varðskipinu Vædderen að morgni 21. apríl 1971.
Bókmenntahátíðin í Reykjavík haldin í fyrsta sinn. Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Einar Bragi skáld og Knut Ödegård þáverandi forstöðumaður Norræna hússins stofnuðu til hátíðarinnar og varð hún fljótt einn af helstu viðburðum íslenska bókmenntasamfélagsins.
Thor Vilhjálmsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1988 fyrir skáldsöguna Grámosinn glóir frá 1986. Sjá nánar um Thor og verk hans á Bókmenntavefnum.
Fríða Á. Sigurðardóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1992 fyrir skáldsöguna Meðan nóttin líður frá 1990.
Sjá nánar um Fríðu og verk hennar.
Einar Már Guðmundsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995 fyrir skáldsöguna Englar alheimsins frá 1993.
Sjá nánar um Einar Má og verk hans.
Heildarútgáfa á Íslendingasögum og þáttum kom út í enskri þýðingu síðsumars 1997 hjá útgáfufélaginu Leifi Eiríkssyni. Ritstjóri útgáfunnar var Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og með honum starfaði fjögurra manna ritnefnd sem skipuð var þeim dr. Robert Cook, dr. Terry Gunnell, dr.
Mýrin, alþjóðleg barnabókmenntahátíð í Reykjavík haldin í fyrsta sinn. Norræna húsið í Reykjavík hefur veg og vanda að hátíðinni í samstarfi við fleiri stofnanir og félagasamtök á sviði bókmennta og barnamenningar.
Vestnorrænu barnabókaverðlaunin stofnuð. Þau hafa síðan verið veitt annað hvert ár en til þeirra keppa barna- og unglingabækur frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.
Sagan af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og Áslaugu Jónsdóttur var fyrsta bókin til að hljóta verðlaunin.
Sænska akademían veitti Guðbergi Bergssyni Norrænu bókmenntaverðlaunin árið 2004 fyrir framlag sitt til bókmennta. Verðlaunin eru stundum nefnd Litlu Nóbelsverðlaunin í daglegu tali.
Sjá nánar um Guðberg og verk hans.
Arnaldur Indriðason hlýtur Gullna rýtinginn fyrir skáldsöguna Silence of the Grave (Grafarþögn), sem Bernard Scudder þýddi á ensku.
Sjón hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur frá 2003.
Handritasafn Árna Magnússonar sett á lista UNESCO yfir andleg minni veraldar (Memory of the World Register). Tilgangur varðveislulistans er að vekja athygli á mikilvægi þess að varðveita andlegan menningararf heimsins með því að útnefna einstök söfn sem hafa sérstakt varðveislugildi.
Reykjavík hlaut titilinn Bókmenntaborg UNESCO 2. ágúst 2011 og bættist þar með í hóp Skapandi borga UNESCO. Titillinn er varanlegur. Reykjavík er fimmta borgin til að hljóta þennan titil og sú fyrsta utan hins enska málsvæðis.
Ísland var heiðursgestur Bókasýningarinnar í Frankfurt, stærstu bókamessu heims, sem fram fór dagana 12. – 16. október 2011.
Gyrðir Elíasson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna frá 2009. Sjá nánar um Gyrði og verk hans á höfundavefnum.
Sænska akademían veitti Einari Má Guðmundssyni Norrænu bókmenntaverðlaunin árið 2012 fyrir framlag sitt til bókmennta.
Sjá nánar um Einar Má og verk hans á bókmenntavefnum.
Lestrarhátíð í Reykjavík var haldin í fyrsta sinn í október 2012 undir heitinu Orðið er frjálst, sem einnig eru einkennisorð Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur.
Miðstöð íslenskra bókmennta hóf starfsemi í ársbyrjun 2013. Við stofnun hennar sameinuðust fyrrum Bókmenntasjóður sem starfað hafði frá árinu 2008 og verkefnið Sögueyjan Ísland (Sagenhaftes Island) sem hélt utan um heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011.