Beint í efni

Steinunn Sigurðardóttir

Æviágrip

Steinunn Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 1950. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og BA prófi í sálarfræði og heimspeki frá University College í Dublin 1972.

Steinunn gaf út fyrstu bók sína, ljóðabókina Sífellur, 19 ára gömul og vakti hún strax athygli. Árið 1995 fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Hjartastað. Bækur hennar hafa verið þýddar á önnur mál og frönsk kvikmynd byggð á skáldsögunni Tímaþjófinum var frumsýnd árið 1999.

Steinunn var gerð að heiðursdoktor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, þann 23. maí 2022.

Steinunn var fréttamaður útvarps og fréttaritari með hléum frá 1970-1982. Hún hefur einnig starfað sem blaðamaður og þáttagerðarmaður við útvarp og sjónvarp. Steinunn hefur dvalist um lengri og skemmri tíma í ýmsum Evrópulöndum, Bandaríkjunum og Japan.