Beint í efni

Magnús Sigurðsson

Æviatriði

Magnús Sigurðsson fæddist 4. ágúst 1984 á Ísafirði. Hann er bókmenntafræðingur, rithöfundur og þýðandi. 

Magnús lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og MA-prófi í norrænum bókmenntum frá Lundarháskóla í Svíþjóð 2012. Árið 2019 varði Magnús doktorsritgerð sína, Fegurðin Er . Emily Dickinson í íslenskum bókmenntaheimi, við Háskóla Íslands, en hann hefur meðal annars þýtt ljóð Dickinson og hlaut fyrir þá þýðingu tilnefningu til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2021.

Hann fékk Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2008 fyrir ljóðabókina Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu og árið 2013 hlaut hann 1. verðlaun í samkeppninni um Ljóðstaf Jóns úr Vör.

Auk ritstarfa og þýðinga hefur Magnús fengist við kennslu á háskólastigi og starfað sem ritstjóri hjá forlaginu Uppheimum og bókaúgáfunni Dimmu.