Beint í efni

Linda Vilhjálmsdóttir

Æviágrip

Linda Vilhjálmsdóttir fæddist 1. júní 1958 í Reykjavík. Hún er sjúkraliði að mennt og starfar við það meðfram ritstörfum. Ljóð Lindu hafa birst í dagblöðum, tímaritum og safnritum frá 1982 en fyrsta ljóðabók hennar, Bláþráður, kom út 1990. Síðan hefur hún sent frá sér fleiri ljóðabækur og leikrit og ljóðverk eftir hana hafa verið sett upp í Borgarleikhúsinu og Kaffileikhúsinu. Linda var eitt af sjö ungum skáldum sem tóku þátt í ljóðagjörningnum Fellibylurinn Gloría, en hann var gefinn út á hljóðsnældu árið 1985. Þá voru ljóð hennar sýnd á Kjarvalsstöðum í apríl 1993. Fyrsta skáldsaga Lindu, Lygasaga, kom út 2003.

Linda hlaut Menningarverðlaun DV árið 1993 fyrir ljóðabókina Klakabörnin. Ljóð hennar hafa birst í erlendum þýðingum í safnritum.

Linda Vilhjálmsdóttir er búsett í Reykjavík.

Forlag: Mál og menning.

Mynd af höfundi: Ljósmyndasafn Reykjavíkur.