Beint í efni

Ummyndanir skáldsins og fleiri ljóð

Ummyndanir skáldsins og fleiri ljóð
Höfundur
Willem M. Roggeman
Útgefandi
Dimma
Staður
Reykjavík
Ár
2017
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Safn ljóða belgíska ljóðskáldsins Willem M. Roggeman í þýðingu Sigurðar Pálssonar, sem ritar einnig eftirmála.

Úr bókinni

I

Samt er það þarna allt saman aftur.
Orð í röð á pappírnum.
Marrar í hvítu á vetri tungunnar.

Hann sem áður var ekki til nema í draumum.
Rödd hans sjáanleg í speglinum
þegar hann segir við gestinn í dyrunum:

Tökum frá örlítinn skammt af lífi
fyrir morgundaginn og næsta dag,
svo fremi eitthvað sé eftir.

Núna er allt kristaltært í huga hans,
hugmyndir settar fram á réttan hátt,
tilbúnar að setjast hér að.

Staður til að vera á um kyrrt.
Augnablik sem endist lengi.
Og fullt af löngunum.

(15)

Fleira eftir sama höfund