Beint í efni

Til þeirra er málið varðar

Til þeirra er málið varðar
Höfundur
Einar Már Guðmundsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Ljóð

Um bókina

 

Til þeirra sem málið varðar er ástríðufullt ávarp til samtíðarinnar þar sem bjartir tónar og dimmir kallast á og ljóðstefin eru jöfnum höndum heilabrot um upphaf og endalok, efa og óvissu, sjálfa eilífðina – og vangaveltur um undur hversdagsins; ástina, náttúruna og daglegt streð mannanna.

Einar Már Guðmundsson er skáld sem lætur sér annt um veröldina, og á hér erindi við þá sem málið varðar – okkur öll.

Úr bókinni

I

Taktu himininn
og hengdu hann út í glugga.
Ef guð fylgir með ertu heppinn
en alls ekki óheppinn
ef hann fór eitthvað annað.
Þá kemur hann bara seinna.

Ég reyni að toga orðin út úr auðninni,
rigningunni og þokunni,
en úti er hvert hitamet slegið.
Um hvað er verið að metast?

Mér skilst að þetta snúist allt um ljós.
Það var hér í upphafi og er hér enn.
En bráðum fer að dimma.
Þá birtir yfir okkur.

Í upphafi var orðið
en hvað var á undan orðinu,
annað orð, önnur veröld,
fábrotin eins og regnið á götunum,
einsog sú sem er núna,
sú sem fer bráðum,
sú sem kemur og sú sem fer.

 

Fleira eftir sama höfund

Fotspor på himmelen, Drömmer på jord, Navnlöse veier

Lesa meira

Bankastræti núll

Lesa meira

Orme nel cielo

Lesa meira

Et vous, vous continuez à écrire, non?

Lesa meira

Les voies du Seigneur

Lesa meira

Et vous, vous continuez à écrire, non ?

Lesa meira

Englar alheimsins á kóreönsku

Lesa meira

Hvíta bókin

Lesa meira

Navnløse veje

Lesa meira