Beint í efni

Þunna torfan sem ég stend á: Missa – Júdas Ískaríot – Trönurnar flugu hjá

Þunna torfan sem ég stend á: Missa – Júdas Ískaríot – Trönurnar flugu hjá
Höfundur
Knut Ødegård
Útgefandi
Sæmundur
Staður
Selfoss
Ár
2017
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Úr þýðingunni

Hann var frá afskekktum stað í Júdeu: Keríót,
þar sem pyttur eins og grátandi auga í foksandinum
hélt lífi í fáeinum bændum með kerrur sem brakaði í og
asnar drógu. Spádómsorð sem út gengu

frá bænahúsi sem byggt var af þrautseigju úr sandi og lími til skjóls
fyrir vindinum
sem stundum kom svartur og lagðist kæfandi yfir Keríót
eins og blakandi vængir stórra deyjandi fugla frá Dauðahafinu
en stundum hélt vindurinn niðri í sér andanum og augað í pyttinum
sá stjörnumerkin fljóta skær í myrku hafinu yfir sér

á næturnar. Svo lifnar þorpið að morgni, sólin
vermir einnig þá dauðu í þorpsgrafreitnum og ungar konur
koma út úr sandblásnum húsum með mjólkurþrútin brjóst, þær draga
vatn upp úr brunninum: Þær þvo og bera smyrsl á yngstu gyðinga
þorpsins Keríót í mildri golunni. Svo herðir vindinn á ný

og spádómsorð hefjast mót þessum vindi sem er heiminum
eldri og koma úr engum stað og fara í
engan stað og þessi sandkorn sem eru fleiri en stjörnurnar
þegar Drottinn gefur okkur færi á að telja þær og allar þær plágur
sem Drottins útvalda þjóð má þola: Engisprettur og sporðdreka
á endalausum eyðimerkurgöngum okkar, og vantrúarherdeildir Rómar

og landslagið fer að glitra og titra í hillingum í brennheitum eyðimerkurvindinum
yfir Keríót.

(65-6)

Fleira eftir sama höfund

Hljómleikar í hvítu húsi

Lesa meira

Fugl og draumur

Lesa meira