Beint í efni

Þórðarbókin - ljóðasafn

Þórðarbókin - ljóðasafn
Höfundur
Þórður Helgason
Útgefandi
Nykur
Staður
Reykjavík
Ár
2008
Flokkur
Ljóð


Þórðarbókin samanstendur af fimm ljóðabókum Þórðar. Fjórar eldri ljóðabækur hans, sem flestar hafa verið ófáanlegar um árabil, birtast hér allar í heild sinni: Þar var ég (1989), Ljós ár (1991), Aftur að vori (1993) og Meðan augun lokast (1995). Einnig er í bókinni áður óbirt bók, Einn.

Sigurlín Bjarney Gísladóttir bjó til prentunar.

Úr Þórðarbókinni:

EINN

Þegar ég ók inn í nóttina
milli svartra þverhníptra hamra
datt útvarpið út
um leið og þulurinn tilkynnti
í fréttum er þetta helst

Skyndilega áttaði ég mig á
að ég hafði misst samband við umheiminn
og hann við mig

og ekkert í fréttum

og ég ók inn í svarta nóttina
milli þverhníptra hamra

og mér var rótt.

Fleira eftir sama höfund

Smárarnir: gaman að lesa

Lesa meira

Fylgdarmaður húmsins: heildarkvæðasafn Kristjáns frá Djúpalæk

Lesa meira

Einn fyrir alla

Lesa meira

Og enginn sagði neitt : þrjár smásögur

Lesa meira

Meðan augun lokast

Lesa meira

Þar var ég

Lesa meira

Tilbúinn undir tréverk

Lesa meira

Áfram Óli : smásagnasafn fyrir grunnskóla

Lesa meira

Aftur að vori

Lesa meira