Beint í efni

Það sem þú vilt

Það sem þú vilt
Höfundur
Páll Kristinn Pálsson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Smásögur

Af bókarkápu:

Það sem þú vilt hefur að geyma sex smásögur. Þær eru í senn fjölbreyttar og samstæðar hvað varðar stíl og efni, en í þeim öllum er spurt áleitinna spurninga um bröltið á okkur mannfólkinu – og eins og vera ber er lesandanum látið eftir að svara fyrir sig.

Úr Því sem þú vilt:

Bókamerkið

Hún sat úti og las þegar henni heyrðist einhver hrópa. Hún leit upp og sá hvar maðurinn í næsta bústað stóð á verönd sinni og veifaði. Hún reis á fætur og gekk í áttina að bústaðnum, til að komast í kallfæri við hann. Þess vegna var hún með bókina; ef hún hefði á þessu augnabliki verið búin að ákveða að fara yfir til mannsins hefði hún vitanlega skilið hana eftir. (Það var auðvelt að sjá fyrir sér hvernig hún hafði smeygt vísifingri hægri handar inn á milli blaðsíðnanna þar sem hún var stödd í lestrinum, klemmt bókina aftur með þumalfingri að framan og hina þrjá á bakinu, og látið svo kjölinn hvíla í lófa vinstri handar þegar hún hélt af stað.) Hvort sem þau kölluðust á lengur eða skemur eftir að færinu var náð, endaði það með því að manninum tókst að lokka hana alla leið yfir til sín. Og þar kom að hún þurfti að leggja kiljuna frá sér, en í stað þess að nota innábrot lausu kápunnar (eins og hann hefði gert) fékk hún hjá manninum eitthvert tilfallandi laust blað til að hafa sem bókamerki – reikningsyfirlitið!
(115)

Fleira eftir sama höfund

Burðargjald greitt

Lesa meira

Vesturfarinn

Lesa meira

Góðra vina fundur

Lesa meira

Á hjólum

Lesa meira

Dagurinn í gær

Lesa meira

Beðið eftir strætó

Lesa meira

Í upphafi var morðið

Lesa meira