Beint í efni

Táningabók

Táningabók
Höfundur
Sigurður Pálsson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2014
Flokkur
Ævisögur og endurminningar

Táningabók í skimun:

Sumarið 62 – Neðan úr bæ og heim á Dunhaga –Hagaskólinn – Walk right in – Næsta nágrenni – Lágvaxinn pikkoló – Háskólabíó – Betri bekkir og tossabekkir – Hvar varst þú þegar Kennedy forseti var skotinn? – Hlátur – Þriðji bekkur MR – Vottorð í leikfimi – Rolling Stones píslarvætti – Nýja testamentið á ungversku – Kúbisminn – Að birta ljóð í fyrsta skipti – Sumrin heima á Skinnastað – Samgöngur – Mörg nöfn, sami maður – Hin unga borg – Nos ponemos en camino – Lífið er draumur – Miðborgin – Gildaskálinn – Að læra að reykja – Að læra að drekka – Auga eilífðarinnar um miðja nótt – Nám utan skóla – Sesam – Að lifa málfund af – Íþökuloft – Casa Nova – The Importance of Being Earnest – Knarrarkot – Mokka – Frönskukennarinn Vigdís –Kaffihús við Austurstræti – Formálahöfundur hverfur í vindlareyk – Hótel Borg – Nýársdagur 1967 – Allt í misgripum – Naustið – Húsið á hæðinni eða hring eftir hring – Rauða skikkjan – Klang, jazz og teater – Lángnætti á Kaldadal – Andlit sólar – Sumarið 68 – Loksins tvítugur

Úr Táningabók:

Einhvern tíma eftir jól var mikil spurningakeppni haldin í Útvarpinu, hvað hún hét man ég ekki en þetta voru gagnfræðaskólarnir, ekki menntaskólar, það kom síðar.

Þetta var heljarmikið dæmi, Gettu betur síns tíma.

Við vorum fimm, auk mín voru í keppnisliðinu Páll Einarsson, öðru nafni Skelja-Palli, landsfrægur vinningshafi í einmenningskeppni í spurningaleik í útvarpinu árinu áður, Laufey Steingrímsdóttir, Ólöf Eldjárn og Davíð Þorsteinsson, hann var í öðrum bekk, jafnaldri minn.

Okkur tókst á endanum að vinna keppnina, reyndar með minnsta mögulega mun, skólastjóri og kennarar þökkuðu okkur, allir voru stoltir og glaðir. Ég man mest eftir hinni svakalega flottu hringlaga lyftu í Útvarpshúsinu við Skúlagötu, svo man ég tvísýnan lokaþáttinn. Við kepptum við Vogaskóla. Hvor skóli fyrri sig átti að velja sérsvið og tilkynna það með góðum fyrirvara til keppnishaldara. Árni Þórðarson skólastjóri vildi að okkar sérgrein yrði Norður-Þingeyjasýsla. Mér fannst það pínu óþægilegt, augljóslega var ætlast til að ég vissi eitthvað um viðfangsefnið þó allir ættu að kynna sér það.

Fyrir þátttökuna fékk ég bókagjöf frá skólanum um vorið, Skriðuföll og snjóflóð í tveimur bindum, svartgljáandi fínt leðurband með gyllingu. Í þessum bókum er saman komið endalaust registur yfir hörmungar af völdum skriðufalla og snjóflóða á landinu svo langt sem augað eygir inn í fortíðarmyrkrið.

Svo kom upplestrarfríið. Einkunnin á miðsvetrarprófi var aðeins rólegri en á jólaprófunum, náði ekki alveg níu. Mér fannst ég vera þokkalega kunnugur námsefninu, gat illa fest mig við að saxa þetta alveg niður í frumeindir, vorið var komið.

Samt reyndi ég að þæfa námsbækurnar áfram en í hléum var ég gjarnan með Atla Gunnarssyni, þeim yndislega dreng og jafnaldramínum, hann var í öðrum bekk. Við sátum að tafli, tókum nokkur skot í pílu, vorum í körfubolta á Hagaskólalóðinni. Mér fór mikið fram í skák, pílu og körfubolta í upplestrarfríinu, því miður var ekkert prófað í þeim greinum.

Lokaeinkunn á landsprófi vitnaði ekki um miklar breytingar, hún var næstum því nákvæmlega sú sama og á miðsvetrarprófi skeikaði 0,01. Reyndar upp á við.

Þetta vakti athygli mína, það var eins og sögnin væri: lífið er skref fyrir skref. Áfram og upp á við. Stundum jafnvel pínulítið skref. En skref samt.

(47-8)

Fleira eftir sama höfund

In forma di parole

Lesa meira

Soir de printemps à Reykjavík

Lesa meira

Ljóð í Programme des Boréales de Normandie, 2ème Festival d'art et de littérature nordiques

Lesa meira

Ljóð í Action Poétique

Lesa meira

Ljóðorkulind

Lesa meira

Ljóðtímasafn

Lesa meira

Ljóðlínusafn

Lesa meira

Ljóð í ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Lesa meira