Beint í efni

Sýrópsmáninn

Sýrópsmáninn
Höfundur
Eiríkur Guðmundsson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2010
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Ungur maður sem missti vinnuna á Vísindavefnum fyrir að svara út í hött, heldur í sumarleyfi til Ítalíu ásamt eiginkonu og syni. Í farteskinu eru leifar af óræðri þoku sem lagst hefur yfir Reykjavík og landið allt, minningar um ástir sem farið hafa forgörðum og sorgir sem aldrei hafa verið færðar í orð.

Úr bókinni

Við sitjum yfir drykkju og plöturnar snúast í hringi. Marmarariddararnir standa álengdar, gæta bókanna og fylgjast með, það fer ekkert framhjá þeim. Við finnum að lífið er blanda af vanmætti og styrk. Að þetta skiptist á. Nú vanmáttur, nú styrkur. Nú helvíti, nú eitthvað annað. Nú sýrópsmáni, nú sandur á milli tánna. Við sitjum og reykjum. Ég hef tekið fram nokkrar hljómplötur og raðað þeim snyrtilega á gólfið fyrir framan plötuspilarann. Fyrir ofan spilarann standa riddararnir. Við neyðumst til að spila fjörtíu og fimm snúninga plötur í þrjátíu og þriggja snúninga hraða vegna þess að stillingin á spilaranum er biluð. Yfirleitt látum við þó þrjátíu og þriggja snúninga plöturnar duga, við förum bara í smáskífurnar þegar við erum dauðir. Ég velti því fyrir mér hvort við séum sjálfir á réttum hraða og Alfreð segir: „Ég hef séð dúfu fljúga upp úr blekbyttunni minni, og ort um hana ljóð.“ Svo þagnar hann dágóða stund, lítur í kringum sig eins og hann sé að leita að einhverju, og bætir við, upp úr þurru: „Lífið, Selected Poems, það er ekki hægt að orða það betur.“ Nú erum við kyrrir eins og riddarar í her sem hefur ekki annað hlutverk en það að gæta bóka. Lífandi bókastoðir. Úti er vetrarmyrkur. Það er sama myrkrið og var í skottinu á Volgunni hans afa, jafnvel um hásumar. Einhvers staðar eru stjörnur og þögnin í kringum þær, og kuldinn. Platan snýst í hringi en við sitjum kyrrir. Ef ég stend upp mun annar riddarinn brotna. Það gengur eftir.

(48-9)

Fleira eftir sama höfund

Tilbrigði við Tígrisdýr eftir Frans Kafka

Lesa meira

Fáein orð um fjórar skemmdar sítrónur, segulbandsspólur og svefnlausar nætur

Lesa meira

Saga Bræðraborgarstígsins / símskeyti

Lesa meira

Hér og nú 1999: Ísbjörn í morgunsárið

Lesa meira

Innkaupaferð, úlfur og vindlakassi

Lesa meira

39 þrep á leið til glötunar

Lesa meira

Engill tímans: til minningar um Matthías Viðar Sæmundsson

Lesa meira

Skáld um skáld

Lesa meira