Beint í efni

Öll fallegu orðin

Öll fallegu orðin
Höfundur
Linda Vilhjálmsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2000
Flokkur
Ljóð

Úr Öll fallegu orðin:

hef staðið mig að því
að ýfa viljandi upp sárin
síðustu dagana

fékk að ganga um húsið þitt
og anda að mér lyktinni
í húsinu lyktinni af þér

og heyrði loksins um ljóðið
sem þú skrifaðir upp
og skildir svo eftir

ljóð um samskonar dauðdaga
ort í minningu manns
sem ég sagði þér frá

í síðasta sinn
sem við töluðum saman
ljóð handa mér eða orð

sem segja mér ekkert
umfram það sem ég vissi ekkert
nema það sem ég vildi ekki vita

hélstu í alvöru að ég mundi ekki vita
að þú hefðir hugsað um mig
þessa nótt munað mig þessa stund

ég vissi það víst
og nú get ég haldið áfram
að kroppa í hrúðrið enn um sinn

nú finn ég til


 

Fleira eftir sama höfund

Alle schönen Worte

Lesa meira
humm

humm

ég smeygi mér / inn í ryðrauðan ljósgeislann
Lesa meira

Klakabörnin

Lesa meira

Nulla mors sine causa

Lesa meira

Ljóð í Ich hörte die Farbe blau - Poesi aus Island

Lesa meira

Ljóð í Treasures of Icelandic Verse

Lesa meira

Hótel Hekla

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Kyrralífsmyndir

Lesa meira