Beint í efni

Húsið við ána

Húsið við ána
Höfundur
Laura Ingalls Wilder
Útgefandi
Setberg
Staður
Reykjavík
Ár
1981
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

On the Banks of Plum Creek eftir Laura Ingalls Wilder. Herborg Friðjónsdóttir þýddi söguna, Böðvar Guðmundsson þýddi bundið mál. Myndskreytingar eftir Garth Williams.

Úr Húsinu við ána

Pabbi kom akandi í vagninum frá fjósinu. Hann var búinn að kemba Samma og Davíð svo það stirndi á þá í morgunsólinni. Þeir töltu stoltir, teygðu fram hálsana og faxið ýfðist í golunni.

Hreint teppi var breitt fyri ekilssætið og annað á gólfið í vagninum. Pabbi hjálpaði mömmu upp og rétti henni Kötu. Síðan sveiflaði hann Láru upp í vagninn að aftan svo flétturnar sviptust til.

,,Hjálpi mér! hrópaði mamma. ,,Ég hef sett skakka borða í flétturnar á Láru!

,,Það sér enginn á svona stelputrippi, sagði pabbi fjörlega og þá vissi Lára að hún fengi að vera með bláu borðana.

Hún sat við hliðina á Maríu á hreinu teppinu á vagngólfinu. Hún færði flétturnar fram yfir axlirnar. María gerði eins, og þær brostu hvor til annarrar. Lára sá alltaf blátt þegar hún leit niður á flétturnar á sér, og María sá rautt.

Pabbi blístraði, og þegar Sammi og Davíð voru komnir á sprett byrjaði hann að syngja:

,,Margan sunnudagsmorgun
Ég mína konu leit
spenna klár fyrir kerru,
svo keyrðum við upp í sveit.

,,Karl, sagði mamma blíðlega til að minna hann á að það væri sunnudagur. Svo sungu þau öll:

,,Ég veit svo vænan reit
víðsfjarri mér,
hin dýra Drottins sveit
daglangt þar er.

(141-2)

Fleira eftir sama höfund

Húsið í Stóru-Skógum

Lesa meira