Beint í efni

Hanna María á héraðsskóla

Hanna María á héraðsskóla
Höfundur
Magnea frá Kleifum
Útgefandi
Vestfirska forlagið
Staður
Hrafnseyri
Ár
2004
Flokkur
Barnabækur

Úr Hanna María á héraðsskóla:

Sundkeppnin við Víkurliðið

Krakkarnir tíu æfðu allar frístundir, þau ætluðu aldeilis ekki að láta í minni pokann fyrir Víkurliðinu sem þau höfðu frétt að væri hörkulið. Það hafði gengið á ýmsu milli liðianna undanfarna vetur og síðustu fimm árin hafði Víkurliðið unnið og nú átti sko að hefna fyrir ófarirnar. Hann lagði sig alla fram og þrælaði Guggu með sér, hún átti ekki sjö dagana sæla, því væri Hanna María ekki að æfa hana, var Tóta að láta hana reikna og skrifa stíla. Aumingja Gugga datt útaf um leið og hún lagði höfuðið á koddann.

Síðust tvo daga fyrir keppni átti ekki að æfa, en Hanna laumaðist niður í laug með Guggu, og lét Tótu og Möggu taka tímann.

- Þú getur betur Gugga, sagði Hann æst.

- Ég er svo þreytt, sagði Gugga, - þetta er ekekrt réttlæti, ég fæ aldrei frí nema þessa fáu tíma sem ég sef á nóttunni.

- Þú sefur nú í sumum tímunum líka, flissaði Tóta. Ég er bara svo elskuleg að segja engum frá því.

- Nú skulum við fara að sofa, sagði Hanna og engar æfingar meir fyrir þig, en þu verður þá að lofa því að nota varaorkuna líka, þegar við keppum.

- Ég lofa því, ef ég finn hana þá, sagði Gugga og staulaðist upp stigann á eftir hinum, alveg dauðuppgefin, eftir að hafa synt fjörutíu sinnum yfir endilanga laugina, þegar allir áttu að vera sofnaðir.

(44-5)

Fleira eftir sama höfund

Krakkarnir í Krummavík

Lesa meira

Kátt er í Krummavík

Lesa meira

Sossa litla skessa

Lesa meira

Sossa skólastúlka

Lesa meira

Sossa sólskinsbarn

Lesa meira

Sossa sönn hetja

Lesa meira

Hold og hjarta : skáldsaga

Lesa meira

Tobías og Tinna

Lesa meira

Tobías og vinir hans

Lesa meira