Beint í efni

Furður veraldar

Furður veraldar
Höfundar
Arthur C. Clarke,
 Simon Welfare,
 John Fairley
Útgefandi
Vaka
Staður
Reykjavík
Ár
1983
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Arthur C. Clarke‘s Mysterious World eftir Arthur C. Clarke, Simon Welfare og John Fairley, í þýðingu Fríðu Á. Sigurðardóttur.

Furður veraldar er viðamesta bók sem út hefur komið á íslensku um undarleg fyrirbæri og atburði, sem erfitt hefur reynst að skýra.

Víða er komið við enda af mörgu að taka. Fjallað er um fljúgandi furðuhluti, tröllauknar táknmyndir, kristalshauskúpur og magnþrungin ævaforn mannvirki, sem vakið hafa margar spurningar. Furðulegar skepnur og skrímsli á landi, í sjó og vötnum koma við sögu, allt frá apamanninum í hlíðum Himalayafjalla til Lagarfljótsormsins á Íslandi. Sagt er frá froska- og fiskaregni af himnum ofan og mögnuðum risasteinum, sem hreyfast úr stað með óskýranlegum hætti. Dularfull fyrirbæri eins og sprengingin mikla í Síberíu 1908 eru athuguð gaumgæfilega og birtar eru lýsingar sjónarvotta á eldkúlunum óhugnalegu, sem nefndar hafa verið urðarmánar í íslenskri þjóðtrú.

Fleira eftir sama höfund