Beint í efni

Andköf

Andköf
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Skáldsögur

Um Andköf:

Ung kona finnst látin undir klettabelti. Móðir hennar og systir hröpuðu fram af sömu klettum aldarfjórðungi áður.

Úr Andköfum:

„Blessaður, meistari,“ sagði Tómas sinni hlýlegu og djúpu bassaröddu, kumpánlegur, líkast þvi´s em hann væri hreinlega að halda áfram símtali frá því fyrr um daginn, en raunin var sú að þeað var oðið býsna langt síðan Ari hafði heyrt í gamla yfirmanninum sínum.

rúmlega eitt og hálft ár var liðið frá því að Tómas, þá varðstjóri á Siglufirði, seldi einbýlishúsið sitt, hætti störfum og flutti suður til þess að reyna að bjarga hjónabandi sínu. Það hafði allt saman farið að óskum og Tómas hafði komið sér vel fyrir í starfi – fengið góða stöðu hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, í deild þar sem fengist var við rannsóknir á manndrápum, kynferðisbrotum og alvarlegum líkamsárásum.

tómas hafði hvatt Ara til þess að sækja um varðstjórastöðuna á Siglufirði og lofað að mæla með honum. Það reyndist Ara erfitt að taka ákvörðun, átti hann að hrökkva eða stökkva? Nota tækifærið og flytja aftur til höfuðborgarinnar eða veðja á Siglufjörð? Reyna að læra að lfia með háu fjöllunum og myrkrinu. Auðvitað spilaði líka inn í að kærastan hans, Kristín, var í góðu starfi hjá sjúkrahúsinu á Akureyri og með tilkomu Héðinsfjarðarganganna var stutt að fara. Að lokum ákvað hann að sækja um eða öllu heldur tóku þau Kristín þá ákvörðun í sameiningu. Varðstjórastaða fyrir svona ungan mann gat verið gott skref á framabrautinni, jafnvel þótt hann yrði ekki beint með heilan her manna undir sér – í mesta lagi tvær sálir.

Ari hafði, í kjánalegu sakleysi sínu, talið sig eiga varðstjórastöðuna nokkuð vísa – en niðurstaðan varð hins vegar önnur. Starfið kom í hlut Herjólfs nokkurs Herjólfssonar. Herjólfur þessi hafði starfað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um árabil, en síðan farið í leyfi í nokkur ár og loks snúið aftur til starfa. Ari hafði aldrei spurt hann útí þessa fjarveru, en Herjólfur hafði ekki heldur gefið neinar skýringar á henni að fyrra bragði. Lengri starfsaldur, meiri reynsla og góð sambönd fyrir sunnan höfðu sennilega ráðið mestu um það að hann fékk stöðuna. Vonbrigðin voru mikil og um tíma munaði minnstu að Ari segði upp. Kristín taldi honum trú um að best væri að þrauka, öðlast enn meiri reynslu og varpa ekki frá sér öruggu starfi á tímum niðurskurðar hjá lögerglunni.

Ari sat nú við skrifborðið sitt á lögreglustöðinni. Hann leit sem snöggvast yfir til Herjólfs sem hafði ekki kippt sér upp við símhringinguna.

Hvers vegna í ósköpunum var Tómas að hringja í hann núna, á Þorláksmessu?

„Sæll,“ sagði Ari í símann. „Langt síðan ég hef heyrt í þér.“

(44)

Fleira eftir sama höfund

reykjavík

Reykjavík

Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar.
Lesa meira

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira