Gestadvöl í Prag

Bókmenntaborgin Prag í Tékklandi býður höfundum frá öðrum Bókmenntaborgun UNESCO til gestadvalar í borginni um tveggja mánaða skeið. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir árið 2018 og rennur frestur til að sækja um út þann 31. ágúst.

Sækja þarf um með því að fylla út umsóknareyðublað sem finna má hér á síðu Bókmenntaborgarinnar Prag. Umsækjendur geta látið brot úr verki (á ensku eða tékknesku) fylgja ef þeir vilja, að hámarki 2 bls. 

Umsóknin sendist til Viktors Svoboda á netfangið viktor.svoboda­@mlp.cz. Hann svarar líka fyrirspurnum og spurningum sem kunna að vakna. 

Boðið er upp á sex tímabil frá janúar til desember 2018. Tilkynnt verður hverjir verða fyrir valinu þann 30. september í ár. Innifalið er flug, gisting og 600 evrur í eyðslufé á mánuði. 

Bókmenntaborgin Prag

Höfundar þurfa að:

  • Hafa áhuga á menningu svæðisins.
  • Hafa vald á ensku.
  • Hafa gefið út a.m.k. eitt ritverk (ekki sjálfsútgáfa) eða birt a.m.k. tvö útvarpsverk eða eitt sviðsverk eða þýtt a.m.k. eitt bókmenntaverk eftir tékkneskan höfund.
  • Hafa vilja til að taka þátt í bókmenntalífinu í Prag (með því að lesa upp, hitta nemendur, halda erindi eða taka þátt í annars konar viðburði sem gestgjafarnir eða aðrir viðburðahaldarar í Prag standa fyrir).
  • Vinna að ritverki á meðan dvölin stendur yfir.

Höfundar sem þegar hafa þegið gestadvöl hjá Bókmenntaborginni Prag geta ekki sótt um aftur.

Höfundar þurfa að samþykkja að láta Bókmenntaborginni Prag, sem hýst er á Borgarbókasafni Prag, í té texta sem kviknaði út frá dvölinni eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að henni lýkur. Bókmenntaborginni Prag er heimilt að birta þennan texta í tengslum við kynningu á gestadvölinni, bæði raftrænt og á prenti, í samræmi við samning sem gerður verður milli aðila í þessum tilgangi.

Hér geturðu séð hvaða höfundar hafa dvalið í Prag í boði Bókmenntaborgarinnar þar