Bókamessa í Bókmenntaborg

Bókamessa í Bókmenntaborg er árlegur viðburður í nóvember. Þar sameina krafta sína Bókmenntaborgin  og Félag íslenskra bókaútgefenda. Allar bækur útgefnar á árinu eru gjaldgengar á Bókamessu og má segja að hún kynni vel hið svokallaða jólabókaflóð.

Fyrsta Bókamessa í Bókmenntaborg var haldin árið 2011 í Ráðhúsinu og Iðnó. Síðan þá hefur Bókamessa vaxið ár frá ári og er nú einn af stóru viðburðunum í bókmenntalífi borgarinnar. Bókamessa flutti í Hörpu árið 2016 og leggur þar undir sig Flóa og salina Rímu A og B.

Á Bókamessu koma saman bókaútgefendur, höfundar og lesendur og eiga saman helgi þar sem orðlistin er í öndvegi. Fjölbreytt og skemmtileg bókmenntadagskrá er í tengslum við Bókamessu og lesendur geta nælt sér í glóðvolgar bækur á góðu verði beint frá útgefenda. 

 

Bókamessa árið 2019 er dagana 23. -24.  nóvember. 

Bókamessa árið 2020 er dagana 21. -22.  nóvember. 

Bókamessa árið 2021 er dagana 20. -21.  nóvember.