Yfir heiðan morgun

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Flokkur: 

Íslensku bókmenntaverðlaunin 1989.

Úr Yfir heiðan morgun:

Rannsókn

Fuglaskoðendur eiga heiður skilinn fyrir að flokka sig í stopulum frístundum og ferðast í hópum vítt um lönd til að sinna þessu áhugamáli sínu. Þeir einir fá kaup sem hafa útskrift upp á hurðarskjöld og síma til þess arna, og þeir eru oftast að pukrast við þetta einir fyrir lítið sem ekkert. Enda þótt fuglaskoðendur styggi stundum fugl og fugl af eggjum, er það til mikils hagræðis fyrir gaukynjur. En nú kvað vera farið að stofna áhugamannafélög til þess að skoða fuglaskoðendur, og finnst víst sumum að það hljóti nú að vera nokkuð undarlegir fuglar sem það stunda. Og menn eru þegar byrjaðir að flokka sig til þess að skyggna þá.

(12)