Yfir hæðina

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2004
Flokkur: 

Úr Yfir hæðina:

Tvö

Meðan við ókum þjóðveginn
í austurátt
hvíldi landið
í faðmi vorsins
og alls staðar voru fuglapör
að undirbúa sumarheimilin

Tvö og tvö
flugu þau saman
eða syntu á lygnum vötnum
það stirndi á glitrandi fjaðrir
á fluginu

Aðeins við tvö
vorum ekki
að undirbúa sumarparadís heiðanna
ástir í faðmi fjallanna

því ég er sunnanstúlka á heimleið

og þú ert norðanvindurinn

Ljós

Þú vildir ekki horfa
á norðurljósin dansa
og sorg þín
varð rafmagnaðri
en grænar eldingar himinsins

Í hjarta mínu fæddist fölgræn sorg
með óslökkvandi stjörnuljósi
í miðjunni