Ný útg., Vaka-Helgafell, 1999
Úr Yddi:
Óli
Lófar þínir svo mjúkir
iljar gerðar til gangs
augun sem þekkja mig ekki
enn beðið eftir fyrirmælum
sem aldrei bárust
ókunnar leiðir
rofnar af óþekktu meini
Það sem heftir þroska þinn
efldi minn
Allt sem þú gafst mér:
þú kynntir mig Sorginni og Voninni
og kenndir mér að ekkert er sjálfsagt
Ég gaf þér ekkert
nema lífið