Vorið kemur bráðum...

Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1981
Flokkur: 


   „„Við Berglind dóttir þín erum heitbundin hvort öðru, Sigurósk.“
   „Jæja, er það orðið svo alvarlegt?“
   „Já, þar er fullkomin alvara á ferðum.“
   „En þess háttar heitbindingar vilja stundum verða ærið ótryggar, þótt allt eigi að vera í fullri alvöru, að minnsta kosti tek ég slíku með fyllstu varúð.“
   „Já, Sigurósk, ég veit að þú treystir mér ekki fyrir dóttur þinni.“
   „Já, það er alveg rétt.“
   „Hvað hef ég brotið af mér?“
   „Sennilega ekkert enn sem komið er.“
   „Við skulum tala hreint út, Sigurósk, ég veit ástæðuna fyrir vantrausti þínu á mér.“
   „Hvar fékkstu að vita hana?“
   „Ég hét því að knýja fram allan sannleikann í þessu torskilda máli, hvað sem það kostaði. Mig grunaði einhvern veginn, að faðir minn kynni að geyma lykilorðið. Og hann komst ekki undan því að gera játningu sína fyrir mér. Það var að vísu í fullum trúnaði okkar á milli með þig að þriðja aðila. Ég þarf varla að segja þér, Sigurósk, hvernig sú játning hljómaði.“
   „Jú, því ekki það, hafi hún snert mig.“
   „Hann sagði mér, að þið hefðuð verið trúlofuð í æsku, hann hefði brugðist þér á ódrengilegan hátt. Þá fékk ég loks hugmynd um, af hverju þú villt [sic] skilja okkur Berglind að. Þú treystir mér ekki fyrir henni, af því að ég er sonur Hrafnkels á valsmýri, sem brást þér sjálfri á ódrengilegan hátt. Ætti ég aðeins annan föður, værir þú ekkert á móti mér. Er það ekki rétt?““

(s. 128 - 129)