Vonarland : Ævisaga Jóns Jónssonar frá Vogum við Mývatn

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1978

Af bókarkápu:

Hver var Voga-Jón?

Hann lifði á nítjándu öld og var á margan hátt óvenjulegur maður. Menntaþrá hans var slík, að hann lærði erlend tungumál á eigin spýtur. Hann varð til dæmis svo vel að sér í ensku, að hann fékk langa ritsmíð eftir sig birta í virtu ensku fræðiriti. Mun einsdæmi, að óskólagenginn bóndi í afskekktri sveit vinni slíkt afrek.

En ef til vill vekur persónusaga Voga-Jóns mesta athygli. Á meðan hann bjó í Vogum, dundu ótrúleg harðindi yfir landið. Það var því ekki að undra, þótt mörgum dytti í hug að hætta vonlausu hokri hér á Fróni og byrja nýtt líf í betra landi.

Jón frá Vogum seldi jörð sína og eigur og hugðist flytjast til Brasilíu ásamt konu sinni og fimm ungum börnum.