Vinir og kunningjar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1996
Flokkur: 

Af bókarkápu:

Vinir og kunningjar eru safn óvenjulegra frásagna af venjulegu fólki. Í bókinni er brugðið upp mannlífsmyndum úr friðsömu samfélgai okkar Íslendinga – þar sem órói brýst um í hverri sál og átök geysa undir hverjum steini. Þráinn Bertelsson fer með þennan viðkvæma efnivið af einstakri hlýju, skoðar hann af glöggskyggni og býður okkur að horfa á hann með sínum augum. Og við birtumst sem kostulegar og skrýtnar mannverur í meinfyndnum hversdagsraunum og basli. Lífssýn Þráins er tímabær ábending til okkar um að brjótast undan þeim staðnaða alvörudrunga sem grúfir yfir andlegu og veraldlegu lífi þjóðarinnar
Undirtitill verksins er Óvenjulegar frásagnir af venjulegu fólki.

Vinir og kunningjar er safn útvarpserinda sem Þráinn flutti í samnefndum þáttum í RÚV.