Vindar hefja sig til flugs

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1994

Úrval ljóða eftir sænska skáldið Werner Aspenström. Njörður þýddi og ritaði inngang.

Úr bókinni:

Margar sólir skinu

Margar sólir skinu yfir fjallið
hrærðust ekki en drupu eldi.
Ein var tífalt stærri,
voldugra auga, reiði
þegajndi og óbærileg.
Fólk flýtti sér inn í svalan skóginn.
Hve eymdarlega hljóp það yfir sléttuna:
menn í flaksandi frökkum, konur
með potta og körfur í fangi,
börn sem ekkert vita og dansa,
öldungar sem eigra fram og aftur.

Og í skóginum brunnu þau öll.

Bróðir minn og systir voru þar inni í dauðanum,
lita hundinn minn heyrði ég lengi kveina,
og stöðugt streymdu þangað nýir skarar
til þessara skelfilegu ljósa.

(57)