Við byggðum nýjan bæ : Minningar Huldu Jakobsdóttur skráðar eftir frásögn hennar og fleiri heimildum

Höfundur: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1988

Af bókarkápu:

Bók þessi er mikilvægt innlegg í kvenréttindabaráttuna. Hún segir sögu konu sem gengur fram fyrir skjöldu - ekki til þess að verða mikil í augum fólksins heldur voru það malefnin og verkefnin, sem knúðu hana áfram. Hulda Jakobsdóttir er nú öldruð kona, en það er ekki lítið, sem eftir hana liggur á opinberum vettvangi.
Hulda var ásamt eiginmanni sínum, Finnboga Rút Valdemarssyni, í forystu fyrir Framfarafélaginu Kópavogi, en þessi þrenning er höfundur Kópavogs. Þau hjónin tóku á leigu spildu í Digranesinu, komu þar upp skúr, svo að Hulda gæti sinnt garðrækt. Eitt leiddi af öðru og nú er þessi skúr eldhús í myndarlegu húsi. Þetta sama eldhús varð einnig fyrsta bæjarskrifstofa Kópavogs. Finnbogi Rútur varð fyrsti bæjarstjóri Kópavogskaupstaðar og Hulda tók við af honum og varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að gegna slíku starfi.