Vertu

Útgefandi: 
Staður: 
Ísafjörður
Ár: 
1998
Flokkur: 

Úr Vertu:

Myrkur

Þegar ég var yngri var ég hræddur. Það sótti að mér þetta, það sótti að mér hitt. Nú líður mér vel í myrkrinu. Sérstaklega með spegil hjá mér. Þó ég horfi í spegilinn, sé ég ekkert, ekki mig, ekki hitt. Spegillinn er svartur flötur einungis. Ég get þuklað útlínurnar með gómunum en ég sé ekki spegilinn.

(s. 41)