Vegurinn um Dimmuheiði

Vegurinn um Dimmuheiði
Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2012
Flokkur: 

Úr bókinni

Óður

bukowski var minn maður
fótgönguliði í dauðastyrjöld
ég ber virðingu fyrir bukowski
án þess að ég hafi lesið hann

ég er einhvern veginn viss um
að ég vilji verða grafinn einsog
bukowski
án þess að ég viti nákvæmlega
hvernig þeir holuðu honum niður
þegar líður að kvöldi vil ég ganga um
dauðadrukkinn á minni eigin
dauðagöngu
æpa út tilvitnanir eftir bukowski
þó að ég kunni ekkert eftir hann

standa einhvers staðar á auðu torgi
um miðja nótt í pissublautum buxum
að drukkna í eigin ælu og bölva
mínu auma lífi
án þess að ég viti hver ég er eða
hvar ég á heima

(14)