Veðrahjálmur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1972
Flokkur: 

Úr Veðrahjálmi:

Veður

Veður
eru mér jafngildi veraldar
sem ég kanna af varúð

tortrygginn eins og aðflutt dýr
sár ef andvarinn ber ekki með sér minningu

huglaus
tvílráður

nema helzt þegar sjálfu fárviðrinu lýstur á:
jafngildi veraldar sem ég verð að lifa í
lifa af
eða láta bugast fyrir –

lamb undir snjó.