Vatns götur og blóðs

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Flokkur: 

Úr Vatns götur og blóðs:

Velferð

Förinni heitið
til fundar við spámanninn!
Landsfrægur morgunn.
Þú læsir dyrunum, kveður.

Sérðu! Gjafarinn
auðveldra leiða og lausna
hefur leyst þig undan ferðinni
og komið fyrir krók
í dyrastafnum.

Þú manst ekki ætíð
að sá sem mjúklegast gumar af frelsi
leggur harðast að öðrum
að hengja sig.

Ekki þar með sagt að þú
jafn staðfastur maður, gangir í gildruna,
enda kænn og séður ... Krókinn
brúkarðu framvegis
sem hugsanahengi.