Vasabók

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Flokkur: 
Vegsömun hversdagsleikans er áberandi í mörgum skáldverkum Péturs Gunnarssonar. Eitt skýrasta dæmið um þetta höfundareinkenni eru Vasabækurnar svokölluðu sem komu út 1989 og 1991. Fyrri bókin, Vasabók, kom út 1989. Bókin samanstendur af smátextum þar sem brugðið er upp látlausum myndum úr hversdagslífinu og hugleiðingum um daginn og veginn. Tveimur árum síðar kom út hliðstæð bók og nefnist hún Dýrðin á ásýnd hlutanna.