Valdi og Vaskur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005
Flokkur: 

Frá Námsgagnastofnun:

Smábókaflokk Námsgagnastofnunar er skipt í fimm þyngdarstig og er Valdi og Vaskur í 3. flokki. Bókin fjallar um Valda löggu og hundinn Vask. Það er nótt og síminn hringir. Þá fara þeir félagar af stað og leysa að sjálfsögðu málið.

Smábækur Námsgagnastofnunar eru einkum ætlaðar börnum á yngsta stigi grunnskólans sem eru að læra að lesa. Reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða barnanna með innihaldsríkum texta og ríkulegum myndskreytingum þrátt fyrir einfalda framsetningu.