Úr þegjandadal

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1998
Flokkur: 


Úr Úr Þegjandadal:

Sandur

Ég er sandurinn
sem þú skrifaðir nafn þitt í
og gekkst eitt sinn eftir berum iljum
í björtu sólskini
grunlaus um djúp gleymskunnar.

Aldan máði burt skriftina
því grunn spor þín steigstu aðeins
í hið þurra, gráa og heita yfirborð mitt.

Hvert korn sem fótur þinn snart
hvarf og týndist á flóðinu.

Þú hefur aldrei verið til.

(s. 14)