Úr ríki samviskunnar

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1994

Alþjóðlegt ljóðasafn gefið út á 20 ára afmæli Íslandsdeildar Amnesty International 15. september 1994. Hér birtast 130 ljóð eftir 102 skáld allstaðar að úr heiminum. Þýðandi og ritstjóri: Sigurður A. Magnússon.

Úr Úr ríki samviskunnar:

Engin ræða frá aftökupallinum [eftir Thom Gunn]

Það verður engin ræða frá
aftökupallinum, sviðið verður
að vera sín eigin útlistun.

Gljáandi flagnaður flötur
stokksins er einsog
eitthvað til eldhúsnota.

Og grímuklæddur maðurinn
með kjötöxina: við þekkjum hann:
hann vinnur í nálægu pakkhúsi.

Loks er það fanginn,
hann er fölur og gengur yfir
döggvað grasið, kinkar kolli

til kunningja í kveðjuskyni.
Það verður engin ræða. Og við
erum búin að gleyma afbrotinu.

Það sem hann gerði er
núna lítilvægt. Það er
aftakan sem skiptir máli, eða

öllu heldur atferli hans
meðan hann hvílist þarna
og er ennþá mennskur.
(106)