Undir regnboganum

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1990

Phyllis A. Whitney: Rainbow in the Mist.

Úr Undir regnboganum:

„Illa til fundið,“ sagði Nóna. „Það er mér að kenna. Ég hefði átt að segja þér, að það var Donny sem fann Rósu. Hann fór á einhvern uppáhaldsstað, sem þau voru vön að fara á saman – og Rósa lá þar dáin undir klettahömrum. Hann klifraði niður og hélt að hann gæti hjálpað henni – svo þetta var allt talsvert ömurlegt. Hann hefur verið allt annað barn síðan, skriðið inn í skel. Og nú hefur allt versnað til muna, fyrst Deirdre er einnig týnd. Þetta er ástæðan fyrir því að faðir hans hefur hlíft honum við því að fara í skólann um nokkurt skeið. Ég er samt ekki frá því að það gæti verið betra fyrir hann að hafa eitthvað fyrir stafni sem dreifir huganum.“
Það var eins og skelfing Donnys og sorg streymdi um næmar taugar Christyar. Hún varð að gera eitthvað.
„Mig langar til að reyna svolítið, Nóna.“ Christy hljóp út á eftir drengnum og fann hann á frampallinum, þar sem hann sat og dinglaði fótunum fram af. Hún fleygði sér niður við hlið hans og hélt enn á bók Rósu. Nóna kom á eftir, en lét ekki á sér bera, fylgdist aðeins með.
(s. 48)