Undir hælinn lagt

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1996
Flokkur: 

Úr Undir hælinn lagt:

Auðlegð
(við lát Dags Sigurðarsonar)

Hrakningsárin
eru loksins liðin
hin langa útlegð
á götum smáborgaranna

æskan ríkir ein
með auðlegð sína
og staðfestu

hlutabréf í sólarlaginu
milljónaævintýrið
kokhreysti á kaffihúsum
og stráklsega ögrun

þína skál, ó, minning
sem starir á mig.