Um Jónas

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1993
Flokkur: 

Um skáldskap Jónasar Hallgrímssonar.

Af bókarkápu:

Þótt Jónas Hallgrímsson sé fyrir löngu horfinn af sjónarsviðinu, lifa verk hans með þjóðinni. Hver ný kynslóð Íslendinga fær þau í arf og færir síðan þeirri næstu.

Jónas var ekki einungis skáld síns tíma, hann er sannkallað Þjóðskáld sem á eilíft erindi við þjóð sína. Hver ný kynslóð metur verk hans að nýju, lýtur heim hans nýjum augum í umróti tímans. Jónas vex við hverja slíka könnun, slíkur er þróttur hins síunga skálds.

Matthías Johannessen hefur lengi haft álæti á Jónasi. Veturinn 1991 til 1992 flutti hann fyrirlestra um verk skáldsins í Háskóla Íslands og vöktu þeir verðskuldaða athygli. Hér heldur hann áfram á sömu braut, gefur okkur nýja sýn á manninn og skáldið Jónas Hallgrímsson og samtíð hans, bæði á Íslandi og á meginlandi Evrópu. Með vissum hætti er óhætt að segja, að í þessari bók gefi Matthías Johannessen okkur nýjan Jónas.
Á tímum Jónasar Hallgrímssonar og ekki síst fyrir hans atbeina, bjarmaði af roða þess þjóðfélags, sem við Íslendingar lifum og hrærumst nú í. Ísland hafði um aldir verið útkjálki Danaveldis, en varð, svo sem verið hafði á miðöldum, hlekkur í evrópskri menningu. Jónas er því nær okkur en margur hyggur, svo sem glöggt kemur fram í þessari bók.