Ugla sat á kvisti...

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1990
Flokkur: 
Teikningar eftir Jean Posocco.

Úr Ugla sat á kvisti...:

Nýja stelpan

Ég heiti Bára
og er þrettán ára.
Ég er feimin.
Mér finnst allar stelpur
vera sætari en ég
- næstum allar.

Ég er í 8. bekk.

- - -

Ég sat og beið eftir að dyrnar
að skólastofunni opnuðust.
Mér var illt.
Fiðringurinn í maganum
var að gera útaf við mig.
Ég beið eftir þessu skelfilega,
vissi upp á hár hvað mundi gerast.

Svo opnuðust dyrnar
og hún kom inn með Röggu kennara.
Allur bekkurinn góndi á hana
þar sem hún stóð við kennaraborðið.
Hún var með skólatösku.

- Þessi stúlka var að flytja í bæinn.
Hún bjó áður í Hellusveit
og heitir Lyngheiður Ólafsdótt...
Lengra komst Ragga kennari ekki.
- Fáránlegt nafn, hrópaði Lúlli
sem situr aftast í horninu.
Margir krakkar skelltu upp úr.
Þeir hlæja alltaf þegar Lúlli segir eitthvað.
Það er líka eins gott að hlæja,
annars lemur hann mann
úti á skólalóð á eftir.

(s. 5-7)