Túlípanafallhlífar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2003
Flokkur: 
Úr Túlípanafallhlífum:

Ein á grískri eyju II

Þegar síminn hringir
um miðja nótt
og þú rumskar
í mannhæðadjúpum svefni
manstu ekki
hvað þú heitir

sér í lagi
ef þú hefur farið úr náttkjólnum
svo moskítóflugurnar geti
betur stungið

þá manstu ekki hver þú ert
en allt hefur sína kosti

nú geturðu kynnt þig með
fyrsta nafni
sem þér flýgur í hug
utan af fánabláu hafi

(s. 16)

Ég hélt alltaf ...

Hamstrar fara
til hamsturhimna
þegar þeir drepast úr
svima eftir stöðug
hlaup í skemmtihjólinu

vitum við nokkuð fleira

nei, ekki við hér en
börnin á sprengjuökrunum
með fulla vasa af grjóti
kannski þau

og hin í bastskýlunum við
flugbrautarendana indversku
með nagla í hárinu
kannski þau

hafa fátt heyrt um hamstra
en kunna aðrar leiðir
til að drepa
tímann

& hungraðir fara til
hungurhimna ...

(s. 51)