Trú

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1992
Flokkur: 
Teikningar eftir Jean Posocco.

Úr Trúnni:

Sumarið er liðið.
Ég, Lyngheiður Ólafsdóttir,
er komin í 9. bekk.
Mér gengur vel að læra,
ég er alltaf með þeim hæstu í bekknum.

En mér finnst ekki gaman í skólanum.

Í sumar leið mér vel.
Þá fór ég í sveit,
gömlu sveitina mína.
Ég var á næsta bæ við Bjarg
þar sem ég átti einu sinni heima.
Ég hjálpaði til bæði inni og úti
og fór á hestbak á hverjum degi.
Það var mjög gaman.

Svo kom haustið
og ég varð að fara heim aftur.
En ég skrapp í réttirnar og fór á réttarball.
Það var æðislega skemmtilegt.
Í sveitinni fara allir á réttarballið...

Í fyrravetur fékk ég aldrei
að vera í friði í skólanum.
Krakkarnir voru alltaf að stríða mér.
Nú láta þeir mig vera
en mér finnst þeir ekki skemmtilegir.

(s. 7-9)