Tröllabókin

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1984
Jan Lööf : Trollboken.

Úr Tröllabókinni:

Og svo kom snjórinn í lok október. En þegar sólin gægðist fram milli skýjanna leið ekki á löngu áður en snjórinn hvarf. Tröllabörnin léku kúluspil á stígnum eins og þau voru vön.
Eruð þið virkilega berfætt á þessum tíma árs? spurði afi gamli.
Okkur er ekki vitnund kalt, svöruðu börnin. Þau voru svo áköf og niðursokkin í leikinn að þau tóku ekki eftir því að auðvitað var þeim kalt.
Jæja, sagði afi. Ég var víst svona líka þegar ég var strákur.
En daginn eftir fóru börnin í sokka og skó áður en þau fóru út að leika sér. Því að allt í einu var orðið hryllilega kalt!