Tréð í járnskóginum

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2006
Flokkur: 

Barnabókin The Ironwood Tree eftir Tony DiTerlizzi og Holly Black. Fjórða bókin í ritröðinni Spiderwick sögurnar.

Úr Trénu í járnskóginum:

Jared komst ekki burt frá innanginum. Hann heyrði sverðaglamur og hvatningarhróp en hljóðin virtust koma úr fjarska. Skelfingu lostinn horfði hann á þjálfarann snúa sér að tvífara sínum. Maðurinn varð rauður í framan og nokkrir skylmendanna horfðu höggdofa á tvífara Jareds.

,,Fínt, sagði Jared og gretti sig. Það var ómögulegt fyrir hann að útskýra þetta.

Þjálfarinn benti á útgöngudyrnar á leikfimisalnum, og hann horfði á Ekki-Jared staulast í áttina til þeirra - og framhjá sjálfum sér. Ekki-Jared nálgaðist Jared glottandi, Jared kreppti hnefana.

Ekki-Jared fór framhjá Jared án þess að líta á hann og skellti á eftir sér hurðinni. Jared óskaði að hann fyndi eitthvert ráð til að þurrka glottið af andlitinu á honum. Hann elti hann út á ganginn þar sem allir skáparnir stóðu.

,,Hver ertu? spurði Jared. ,,Hvað viltu?

Ekki-Jared sneri sér að honum og það var eitthvað í augnaráði hans sem setti kuldahroll að Jared.

,,Þekkirðu mig ekki? Er ég ekki þú sjálfur? Það lék fyrirlitningarglott um varir hans.

(21-2)